Laugardaginn 23. febrúar fer fram spilamót í félagsmiðstöðinni Öskju, Safamýri 5. Staðsetningin er framúrskarandi góð, enda verslanir og skyndibitastaðir í göngufæri. Húsið opnar kl. 11 og verður spilað eins langt fram á nótt og þörf krefur.

English extract: Roleplay Con in Askja, Safamýri 5 february 23rd. The con opens at 11:00 and we’ll play as long as we need to. There will be 2 sessions with 6 tables each. Players need to book a seat at tables beforehand and the rule is, first come, first serve. The entrance fee is 2500 kr and a seat is not considered booked if the entrance fee hasn’t been paid. 
Please note that all Gamemasters speak fluent english

Mótsgjald er 2.500 kr.

Spiluð verða 2 tímabil. Hið fyrra hefst kl. 11:30 og lýkur kl. 17. Seinna tímabil hefst kl. 18 og lýkur kl. 23. Húsið opnar kl. 11. Leikmenn geta bókað sæti við borð og er reglan einföld, fyrstur kemur, fyrstur fær. Sæti telst ekki bókað nema að mótsgjald hafi verið greitt (sjá neðar).

Þetta mót er sérstaklega byrjendavænt og eru þeir sem eru að feta sín fyrstu skref í spunaspilum hvattir til að mæta.

FYRRA TÍMABIL

Borð 1: Haugfé Haraldar — BORÐ FULLT —
Kerfi: Trudvang Chronicles (d20)
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Lýsing: Arnljótur Bersason, sem nýtekinn er við föðurarfi sínum, fær nokkrar hetjur til að brjóta upp aldagamlan haug víkingsins Haraldar bægifóts í leit að fjársjóðum.
Fjöldi sæta: 6/6 – Örvar, Dagný, Magni Freyr, Haraldur Björn, Halldór, Brynjar

Borð 2: Frozen in time — BORÐ FULLT —
Kerfi: Dungeon Crawl Classics (d20)
Stjórnandi: María Eldey
Lýsing:  Eons-old secrets slumber beneath the forbidden Ghost Ice. Since the time of the Elders, the local tribes have shunned the crawling glacier, knowing it as taboo land that slays all who tread its frigid expanse. Now, the Ghost Ice has shattered, revealing hints at deeper mysteries entombed within its icy grasp. Strange machines and wonderful horrors stir beneath the ice…
Fjöldi sæta: 6/6 – Magnea, Gunnhildur, Heimir, Kári Sv., Bjarni Berg, Arnar

Borð 3: Incident on the Orient — BORÐ FULLT —
Kerfi: Call of Cthulhu (d100)
Stjórnandi: Jens Ívar
Lýsing:  Lúxus lest Simpleton Orient Express er nýfarinn frá lesterstöðinni í Vín. Þó nokkrir farþegar eru um borð. Nokkrir þeirra hafa reynslu af heiminum sem leynist á bakvið það sem við sjáum og upplifum dags daglega. Á þessari ferð þurfa þeir að nota alla sína þekkingu til að komast lífs af lestinni. 
Fjöldi sæta: 6/6 – Viðar, Bjarki Rafn, Elvar Smári, Eyþór, Oddur, Jón Ingiberg

Borð 4: Turn Quetzel
Kerfi: Forbidden Lands (d6)
Stjórnandi: Hjalti
Lýsing: Borgin brennd, að ösku orðin
Hvíla úlfa og drauga, híbýli hennar
Þar með kænsku og harðri hendi
Áradrottningin skipaði, drottnaði og féll
Sefur og þó ekki, herma kyrrar tungur
Dauði í draumi en vakandi draumur
Hvílir, bæði lífs og liðin. Þar liggur Quetzel
Hungrar í það sem aldrei seður
Lífið, þróttinn – föstunni dreymir að ljúka.
Hermt er að í óbyggðunum megi finna turnspíru sem er bæði senn hluti af heiminum og utan hans. Turninn er fullur af öndum, útlögum, árum og utangarðsfólki – og fjársjóðum. Fáir hafa heyrt um turninn og enn færri vita hvar turninn má finna. Þess vegna bregður ykkur illa í brún þegar þið vaknið öll upp við að hafa dreymt turninn.
Forbidden Lands er glænýtt kerfi frá Fria Ligan, útgefendum Mutant: Year Zero, Coriolis og Tales from the Loop. Kerfið er ástarbréf til gamaldags fantasíu og áherslan er á að leita uppi ævintýri, fjársjóði og forna muni. Persónurnar verða útbúnar fyrirfram en leikmenn hafa töluverð áhrif á þær. 
Fjöldi sæta: 5/6 – Elvar, Sveinn, Hannes, eyjólfur, Noah

Borð 5: Leyndarmál Arams
Kerfi: Coriolis (d6)
Stjórnandi: Arnfríður
Lýsing:  Einfalt og þægilegt átti þess ferð að vera, flytja lúxus vörur til Cala Duriha, fá borgað og halda áfram. En nei, öll ljós blikka og neyðar ljósinn fyrir þyngdaraflsframleiðarann hefur neytt okkur til að lenda í næstu höfn, Jina. Af öllum þeim vítisholum sem til er þá er Jina með þeim verri. Og við neyðumst til að lenda þar.
Fjöldi sæta: 5/6 – Dagur, Bjarki M., Brynjar Már, Martin, Dorine

Borð 6: Blóð og heiður — BORÐ FULLT
Kerfi: Conan (2d20)
Stjórnandi: Jens Fannar
Lýsing:  Á milli þess tíma þegar höfin drukku Atlantis og glitrandi borgirnar og fyrir upprisu sýni Arýa, var öld gleymd mönnum, þar sem skínandi konungsríki lágu dreyfð um heiminn eins og bláir gimsteinar undir stjörnubjörtum himni. Sverð og Seiðs fantasíu rpg í heimi fræga barbarans Conan. Spilarar eru þrælar á skipi en þeim tekst að sleppa og þurfa þá að takast á við ókun öfl. Gott væri ef spilarar tækju með sér 2D20 nokkra D6.
Fjöldi sæta: 6/6 – Fannar, Haukur, Valur, Ólafur, Breki, Steinn

Borð 7: Úti við jaðar alheimsins
Kerfi: Star Wars – Edge of the Empire (novelty dice)
Stjórnandi: Gabríel
Lýsing:  Spilarar taka að sér hlutverk smyglara sem eru allir mis heiðvirðir og hafa skilið eftir sig sviðna slóð um vetrarbrautina, en þeir eru ýmist að forðast mannaveiðara, skuldir, eða keisaradæmið. Hópnum bauðst nýlega að taka að sér starf fyrir stór og hættuleg glæpasamtök sem mun létta verulega þrýstinginn af þeim og leyfa þeim að anda rólega. Hvað gæti farið úrskeiðis…. 
Fjöldi sæta: 6/6 – Sindri, Þorsteinn Sturla, Dagur J., Karl B., Sigurjón Hrafn, Oddur

Borð 8: Rrakkma
Kerfi: D&D 5E
Stjórnandi: Ólafur
Lýsing: Ã–ldum saman var Githkynið undir hæl hinna miskunnarlausu flávita (e. mind flayers) þar sem niðurlæging og nauðungarvinna var daglegt brauð. Hægt og bítandi þróuðu hinir kúguðu með sér yfirskilvitlega krafta sem veitt þeim kjarkinn til að rísa gegn hinum illithidísku harðstjórum þvert yfir heima.
Þegar Githkynið náði loksins langþráðu frelsi sínu tvístruðust þau í tvær fylkingar githyanki sem fara ránshendi um heimana á stjarnfleyjum sínum og hina stóísku githzerai sem dvelja afskekktir í Limbo.
Innan beggja samfélaga vinna þó róttæklingar að sameiningu þjóðar sinnar undir flaggi Sha’sal Khou og hafa þessi samtök komist á snoðir um ætlun flávita að gera hvern einasta Gith að viljalausum þræl á ný með smíðisgrip sem á almennu mætti þýða sem Githísku búbótina.
Þessi smíðisgripur er litlaus eðalsteinn sem dregur að sér æðiskraft handanheima (e. Far Realm) og þegar hann verður virkjaður mun hann strauja Githkynið af kröftum sínum.
Þó að flestar leiðir til handanheima eru ókunnugir hafa vitkar Sha’sal Khou fundið veg gegnum Pandemóníu.Með eldinn undir iljunum verða hetjur okkar að leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir gjöreyðingu sína.
ATH! Þessi einhleypa verður tímasett og byggir sigur hópsins á því að lifa af háskalegt umhverfi umlukið óvinum og öðrum ókennilegum hættum ásamt því að stöðva illithid illvirkjana áður en tíminn rennur út. 
Fjöldi sæta: 4/6 – Páll, Róbert Elí, Friðrik, Guðjón Dunbar

Seinna tímabil

Borð 1: VHS — BORÐ FULLT —
Kerfi: Tales from the Loop (d6)
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Lýsing: Nýja videóleigan er með allar bestu myndirnar og er fyrir vikið vinsæl meðal bæjarbúa. Enda eru flestir þeirra komnir með VHS tæki og sitja límdir við sjónvarpstækin kvöld eftir kvöld eftir kvöld. Tvær grímur renna þó á hóp krakka þegar vinur þeirra hverfur einn daginn eftir að hafa leigt Raiders of the Lost Ark…
Fjöldi sæta: 6/6 – Elvar Smári, Eyþór, Sindri, Fannar, Sigurjón Hrafn, Bryndís

Borð 2: Cosmic Corsairs — BORÐ FULLT —
Kerfi: 5e – Esper Genesis / Space (d20)
Stjórnandi: María Eldey
Lýsing:  While relieving an unusually heavily defended freighter of its most interesting cargo, your crew of space buccaneers unwittingly brings on board something far more dangerous than anyone could have imagined. As your ship flies headlong towards disaster, you must use all your dirty tricks just to stay alive.
Fjöldi sæta: 6/6 – Páll, Halldór Logi, Haukur, Magnea, Óli Björn, Heimir

Borð 4: Ripping through London
Kerfi: World of Darkness (d10)
Stjórnandi: Örvar
Lýsing:Það er árið 1148. Normans eru búnir að fest sig í sessi en saxar eiga erfitt uppdráttar. Spenna ríkir á milli hópanna og hlutirnir versna til muna þegar dularfullur raðmorðingi byrjar að herja á íbúa London að næturlagi. Hópi fólks er falið að komast til botns í þessu, En hvaða niðurstöður henta hverjum best?
Fjöldi sæta: 2/6 – Gunnhildur, Noah

Borð 3: Don’t drink the Kool Aid
Kerfi: Call of Cthulhu (d100)
Stjórnandi: Viðar Freyr
Lýsing: 18. nóvember árið 1978 dóu 918 manns í því sem hefur verið kallað Jonestown slátrunin. Atburður þessi átti sér stað djúpt inni í frumskógum Suður-ameríkuríkisins Guyana í kjölfar heimsóknar blaðamanna og diplómata. Ásakanir höfðu komið upp um að fólki væri haldið nauðugu í bænum af trúarsöfnuðinum Peoples Temple, sem byggðu þennan bæ fjarri mannabyggðum. Heimsóknin endaði með að gestirnir voru myrtir og flestir íbúar Jonestown drukku eitur eða neyddu hvort annað til þess.
Þetta ævintýri gerist í hliðstæðum raunveruleika. Þar sem okkar raunveruleiki er aðeins óljós draumur.
Leikmennirnir taka sér hlutverk aðila í þessum hópi. Ýmist fréttamenn, þingmaðurinn sjálfur (eða aðstoðarmaður) eða fulltrúar úr samtökunum Áhyggjufullir Ættingjar að þykjast vera blaðamenn. En þau samtök eru ekki velkomin í Georgetown. Með í för eru líka FBI sérfræðingar í dulargervi sem blaðamenn til að afla upplýsinga um meinta glæpi. En þetta fólk á það allt sameiginlegt að hafa dreymt fyrir hræðilegum atburðum í Georgetown án þess að hafa þorað að segja nokkrum frá því.
Fjöldi sæta: 0/6 –

Borð 5: Hin myrka sál
Kerfi: Mutant Chronicles (2d20)
Stjórnandi: Jens Fannar
Lýsing: Mannkyn hefur yfirgefið rústir jarðarinnar og lagt undir sig og jarðskapað Tunglið, Mars, Venus, Merkúr og hluta af loftsteinabeltinu enn í ystu mörkum sólkerfisins losnar hin Myrkra Sál og óhugnanlegir herskarar hennar herja á mannkynið. Díselpönk tækni fantasíu rpg og gott væri ef spilarar tækju með sér allavega 2D20 og nokkra D6.
Fjöldi sæta: 5/6 – Magni Freyr, Elvar, Sveinn, Hannes, Eyjólfur

Borð 6: Týnd er Ã¦ra, töpuð trú — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level: D&D 5e / 9. level (d20)
Stjórnandi: Björn
Lýsing: Róleg ferð í sjávarbæ að sumri, á launum, til að spyrja einfaldra spurninga, hvað gæti farið úrskeðis?  
Áhyggjufullir prestar hafa óskað eftir aðstoð við viðkvæmt mál. Ãžeirra æðsti biskup, Matthias Wraith, hefur yfirgefið kirkjuna. Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti hann lítinn afskektan bæ við sjóinn, Kristalsand. En hann skyndilega afsalaði sér trúnni þegar hann kom til baka. Hann sagðist hafa fundið nýjan guð og ætlaði að helga sér honum, en meira gaf hann ekki upp. Hann fór til baka í Kristalsand með allar sínar eigur. Einn af elstu, og trúræknustu, munkum reglunnar fór á eftir honum til þess að fá frekari skýringar á þessu. Fyrir viku kom stutt bréf frá munknum þar sem stóð að hann myndi ekki snúa aftur og hann hefði tekið þessari nýju trú. Prestarnir efast um að munkurinn hafi skrifað það. Þeir hafa einnig frétt að fólk hefur fengið skrifleg boð frá bæjarstjóranum í Kristalsandi um að koma í bæinn – hefðarfólk, hershöfðingjar og áhrifamikið fólk í viðskiptum. Þeir fáu ferðamenn sem hafa átt leið í gegnum Kristalsand lýsa bænum sem mjög friðsælum. Prestarnir hafa beðið ykkur um að fara til Kristalsands og rannsaka þetta mál. Hvaða nýju trúarbrögð eru þetta? Og hvað kom fyrir munkinn?
Fjöldi sæta: 6/6 – Bjarki Rafn, Björn L., Valur, Valdi, Dagur J., Karl B.,

Borð 7: Bráðin — BORÐ FULLT —
Kerfi: Degenesis – The Rebirth (d6)
Stjórnandi: Hjalti
Lýsing: Hvernig gerðist þetta? Fyrir stuttu var þetta allt svo augljóst – þú varst á þínum stað, með skýr markmið og verkefni. Þó það sé alltaf erfitt að draga fram lífið í auðninni, þá hafðirðu það fínt með þínu fólki og vissir hverjir voru samherjar og hverjir voru andstæðingar.
Nú ertu fastur á þessum skelfilega stað með fólki sem þú getur ekki treyst og það eina sem heldur ykkar saman er vissan um það að þið eruð ekki lengur á veiðum – heldur bráðin.
Fjöldi sæta: 6/6 – Jens Ívar, Guðjón Dunbar, Dagur, Gabríel, Brynjar Már, Breki

Skráning

Skráðu þig hér að neðan.

Vinsamlegast athugið, að sæti telst ekki bókað nema búið sé að greiða mótsgjald.

Skráning telst aðeins gild sé búið að greiða mótsgjald. Er raðað í sæti í röð þeirra sem eru með fullgilda skráningu.

Mótsgjald er 2.500 kr.

Mótsgjald skal greiða inn á reikning 0114-05-061510, kt. 240878-3649, með nafni leikmanns sem skýringu, sé leikmaður annar en greiðandi.