Laugardaginn 24. mars fer fram spilamót í félagsmiðstöðinni Öskju, Safamýri 5. Staðsetningin er framúrskarandi góð, enda verslanir og skyndibitastaðir í göngufæri. Húsið opnar kl. 12 og verður spilað eins langt fram á nótt og þörf krefur.

English extract: Roleplay Con in Askja, Safamýri 5 March 24th. The con opens at 12:00 and we’ll play as long as we need to. There will be 2 sessions with 8 tables each. Players need to book a seat at tables beforehand and the rule is, first come, first serve. The entrance fee is 2000 kr. for 1 session, 2500 kr. for 2 sessions. 
Please note that all Gamemasters speak fluent english

Mótsgjald er eftirfarandi:
1 tímabil: 2000 kr.
2 tímabil: +500 kr.
Allt mótið: 2500 kr.

Spiluð verða 2 tímabil. Hið fyrra hefst kl. 13 og lýkur kl. 20. Seinna tímabil hefst kl. 21 og nær fram á nótt, eða eins lengi og þörf krefur. Leikmenn geta bókað sæti við borð og er reglan einföld, fyrstur kemur, fyrstur fær. Sæti telst ekki bókað nema að mótsgjald hafi verið greitt (sjá neðar).

FYRRA TÍMABIL

Borð 1: Forbidden Lands (alpha útgáfa)
Stjórnandi: Hjalti
LýsingEitt sinn var grimmur konungur, nefndur Algarod, sem fannst ríki sitt ekki nægilega rúmt fyrir þegna sína. Hann hélt af stað með heri sína yfir fjöllin, inn á land Hrafnsins. Algarod féll fyrir áraherjum seiðskrattans Zygofers. Þegar konungurinn féll, þá hvarf einnig veldissprotinn Nekhaka sem sögur hermdu að væri uppsretta máttar hans. En vilji konungsins var slíkur að hann neitaði að deyja og hefur öldum saman haldið til í virkinu Stormasteini. Sögur herma að einn dag muni Algarod aftur halda af stað með heri sína, leita uppi sprotann Nekhaka og ráðast gegn löndum Hrafnsins. Þó segja sumir að bölvunin sé liðin hjá og hinn lifandi dauði konungur og herir hans sofi svefninum langa. Stormasteinn er freistandi fyrir ævintýrafólk, enda fornir og öflugir munir varðveittir þar en þeirra er gætt af illum öndum og skepnum seiðskrattans.

Forbidden Lands er kerfi frá Fria Ligan, hönnuðum Tales from the Loop, Coriolis og Mutant Year Zero. Kerfið kemur út í sumar eða haust en okkur hjá Yawning Portal hefur verið hleypt í töluvert af efni sem er enn í vinnslu. Kerfið snýst um landkönnun og samskipti hópsins – inn og út á við. Þetta verður frekar afslappað og allir læra á þetta spennandi nýja kerfi saman.
Fjöldi sæta: 5/6 – Guðbjartur, Magni, Brynjar, Björn E., Ólafur

Borð 2: DC Adventures
Stjórnandi: Jens Fannar
Lýsing: Eftir að brotist er inn í leynilega rannsóknarstöð er sett saman sérsveit af fangelsuðum ofurskúrkum með það í huga að endurheimta því sem var stolið og sópa atburðinum undir teppið. DC Adventures er sama kerfi og Mutants & Masterminds 3e.
Fjöldi sæta: 4/6 – Hjörtur, Níels, Oddur, Atli, Þórður

Borð 3: Shadowrun — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: 
Dagur
Lýsing: 
Árið er 2075, fyrir rúmum 60 árum byrjuðu galdrar að skjóta upp kollinum í okkar heimi með öllum þeim álfum, drekum og eldboltum sem því fylgja. Í þokkabót hafa gríðarlegar tækniframfarir átt sér stað og þá sérstaklega í stoðtækja- og líftækni. Stór fyrirtæki stjórna nú heiminum og eru fæst ríki í stakk búin til að veita þeim nokkra mótspyrnu. Þú ert manneskja sem lifir utan þess kerfis sem byggt hefur verið upp og hefur atvinnu af því að framkvæma hina ýmsu glæpi fyrir fyrirtækin, sem geta þá neitað tilvist þinni.
Þið eruð stödd í Seattle, hjarta Shadowrun heimsins, og eruð ráðin til að brjótast inn á rannsóknarstofu og eyða frumgerð og öllum gögnum um hana. Kaupið er ekkert frábært en byggingin er heldur ekki það vel varin, ætti að vera auðveldur tékki.
Stjórnandi kemur með tilbúnar persónur en getur einnig sérsniðið persónur að óskum leikmanna ef þeir hafa samband við hann með fyrirvara. Ef þú vilt gera þína eigin persónu skaltu vinsamlegast hafa samband við stjórnanda.
Fjöldi sæta:
6/6 – Karl, Hjörleifur, Víðir, Ásta Lovísa, Sindri, Peter

Borð 4: World of Darkness — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Örvar
Lýsing: Tréfætur, páfagaukar og augnleppar. Sjóræningjaheimur þar sem óþarfi er að taka hlutina alvarlega. Spilarar fara í hlutverk sjóræningja í anda “Pirates of the Caribbean” Fjarsjóðir, bölvanir og svo náttúrulega romm.
Fjöldi sæta: 5/5 – Óli Gneisti, Helga Sigríður, Elvar Smári, Þóra, Halldór

Borð 5: D&D 5th edition — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Sævar
Lýsing: When word from Espen’s Hope has not been borne for weeks, a group of adventurers find themselves tasked with discovering the fate of the remote mercantile mining town.This is a 5th edition D&D adventure for 4-6 5th level characters. Players may bring their own characters or receive a pre-made one at the table.
Fjöldi sæta: 6/6 – Bjarni, Arnar, Ólafur, Bjarni S., Brynjar, Bjarki

Borð 6: D&D 5th edition
Stjórnandi: Helgi
Lýsing: Eftir óheppilega uppákomu við undirbúning sumarhátíðar í þorpinu Meyjarvað (Maidens Crossing) lenda hetjurnar á slóð einkar lúnkins búálfs sem býr yfir gríðarlegum hæfileikum til gerðar osta og annars góðmetis.
Fjöldi sæta: 5/6 – Jens Ívar, Haraldur, Eyþór, Daníel, Jón V.,

Borð 7: Star Wars FFG
Stjórnandi: Kjartan
Lýsing: Þið kannist við Mos Eisley, skítabæli og samkundustað þorpara og dusilmenna af verstu sort. Þið kannist við það af því þið eruð einmitt þessir hrappar sem hittist þar, hvort sem það er til að fela ykkur frá yfirvöldum, hitta undirheimavini ykkar, detta í það eða, eins og nú í þetta skiptið, til að taka að ykkur verkefni. Það er alltaf sama sagan með þessa kauða, þeir ætla að greiða vel og segja þetta vera létt verk og löðurmannlegt, en þið vitið betur. Ef þetta væri einfalt mál væri ekki verið að tala við ykkur.
Spilarar taka sér hlutverk minniháttar persona úr Star Wars myndunum, persóna sem við könnumst flest við en kannski munum ekki hvað heita, eins og Greedo, Ponda Baba, Dr. Cornelius Evazan, Denglar og fleiri.
Þetta er sjálfstætt framhald af ævintýri af fyrra móti þar sem sömu persónur komu fyrir.
Fjöldi sæta: 4/5 – Ágúst, Arnfríður, Joshua, Hafþór

Borð 8: Askur Yggdrasils – Only available in Icelandic
Stjórnandi: Rúnar
Lýsing: Persónur leikmanna eru staddar í suðurhluta Vanaheims þar sem ævagamlar deilur hafa litað líf og tilveru íbúa ægifagurs eyjaklasa um aldaraðir. Persónurnar eru sundurleitur hópur en í alvarlegri klípu þegar ævintýrið hefst eins og kannski er við að búast og gætu þurft að reiða sig hver á aðra og til að eiga möguleika á að komast lífs af. Líkt og samfélag manna stendur í ófriði ríkir einnig togstreita meðal Ása og Vætta um svæðið og ef þeir gefa ekki upp öndina á fyrsta klukkutímanum gætu örlög leikmanna tvinnast þar saman við.
Haldið mun vera áfram með ævintýrið á milli tímabila á spunamótinu og er þátttakendum velkomið að halda áfram eða skipta og hleypa nýjum í staðinn.
Fjöldi sæta: 5/6 – Ásþór, Þórarinn, Fannar, Þröstur, Snorri

Seinna tímabil

Borð 1: D&D 3.5   — HÆTT VIÐ BORÐ —
Stjórnandi: Svani
Lýsing: Kraftur hinna sjö
Þið eruð staddir á Íslandi…nema bara í í annarri tímavídd. Hér lifa tröll, álfar og aðrar furðuverur. Hér hafa  ákveðnir galdrahlutir breytt skynjun okkar á raunveruleikanum og það er í höndum hetjanna okkar að finna út hvað  er málið og hvaða illu öfl eru að baki.
Fjöldi sæta: 5/6 – Karl, Hjörleifur, Víðir, Peter

Borð 2: Savage Worlds Accursed  — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Jens Fannar
Lýsing: Landinu Morden hefur verið hefur verið stjórnað öflugum nornum síðan að stríðið við hinn mikla nornasveim tapaðist en það leynist von í fyrverandi handbendi þeirra. Fólk undir álögum sem var breytt í ófreskjur og forynjur hafa hrist af sér stjórn þeirra og myndar nú andspyrnu gegn hinum illu öflum í landinu.
Fjöldi sæta: 5/5 – Örvar, Helga Sigríður, Magni, Elvar Smári, Snorri, Peter

Borð 3: Shadowrun    — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Dagur
Lýsing: Árið er 2075, fyrir rúmum 60 árum byrjuðu galdrar að skjóta upp kollinum í okkar heimi með öllum þeim álfum, drekum og eldboltum sem því fylgja. Í þokkabót hafa gríðarlegar tækniframfarir átt sér stað og þá sérstaklega í stoðtækja- og líftækni. Stór fyrirtæki stjórna nú heiminum og eru fæst ríki í stakk búin til að veita þeim nokkra mótspyrnu. Þú ert manneskja sem lifir utan þess kerfis sem byggt hefur verið upp og hefur atvinnu af því að framkvæma hina ýmsu glæpi fyrir fyrirtækin, sem geta þá neitað tilvist þinni.
Rita Márquez er millistjórnandi í dótturfyrirtæki Aztechnology en dóttir hennar hvarf fyrir níu dögum og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Lögregla Seattle hætti rannsókn málsins fyrir fjórum dögum vegna skorts á vísbendingum. Rita telur þó að eitthvað hafi komið fyrir dóttir sína og ræður ykkur því til að rannsaka málið, finna sökudólgana og láta þá svara fyrir gjörðir sínar.
Stjórnandi kemur með tilbúnar persónur en getur einnig sérsniðið persónur að óskum leikmanna ef þeir hafa samband við hann með fyrirvara. Ef þú vilt gera þína eigin persónu skaltu vinsamlegast hafa samband við stjórnanda.
Fjöldi sæta: 6/6 – Arnar, Ólafur, Sævar, Björn E., Joshua, Hjörtur

Borð 4: Coriolis   — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Arnfríður
Lýsing: You are standing on the bridge of your ship Narzalus. The Bridge is dark, the only light coming from the control panels and from the Eye of Anubar, the dangerous astroid swarm dead ahead. Suddenly, the whole ships shakes as a stray meteorid hits the hull. Alarms go off and for a moment,you lose control of the ship. The smell of burned electronics fills the hot, dry air. When the Narzalus stablizes and the alarms quiet down, you spot the enormous ice hauler Orun II, heading straight for destruction in the Eye of Anubar. The Narzalus shakes violently again as it is hit by another meteoroid. It is now or never.
Fjöldi sæta: 5/5 – Hjörtur, Níels, Oddur, Brynjar, Ólafur

Borð 5: Star Wars Saga Edition   — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Kalli
Lýsing: Obi-Wan  og fyrrum lærlingur hans hafa nýlokið við að stöðva óvænta árás aðskilnaðarsinna á Coruscant. Eða svo halda þeir…Hlutverk ykkar sem sérþjálfaðra klóna er að koma í veg fyrir að varaáform Dooku kljúfi ekki lýðveldið.
Fjöldi sæta: 5/5 – Bjarki, Brynjar, Daníel, Gunnar, Lúkas

Borð 6: Fate Core   — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Kjartan
Lýsing: Árið er 2063 og mannkynið er búið að dreifa sér nokkuð um sólkerfið. Flestar byggðir utan jörðu eru í eigu stórfyrirtækja sem nýta þær ýmist til rannsókna, námureksturs eða annarskonar gróðabrasks. Samkeppnin er gríðarleg og fyrirtækin víla ekki fyrir sér að beita öllum brögðum til að fá sínu fram og klekkja á keppinautum sínum. Eitt stærsta námufyrirtæki sólkerfisins er GlenCo Shenhua, sem reka námustöðvar víðsvegar í loftsteinabeltinu milli Mars og Júpíters. Nýverið réðst GlenCo Shenhua í miklar framkvæmdir í beltinu til að leggja grunninn að nýrri varanlegri stöð á nýjum miðum við dvergplánetuna Pallas og allt gengur framar öllum vonum. Að minnsta kosti er það sagt í fréttunum. Það sem ekki hefur verið sagt frá er að þrír djúpborunardrónar hafa allir horfið sporlaust í kringum einn af stærri loftsteinunum. Síðustu upplýsingar sem bárust frá drónunum gáfu til kynna að mikill auður fágætra málma væri í loftsteininum, og eitthvað annað. Eitthvað sem stenst ekki alveg.
Spilarar taka sér hlutverk meðlima könnungarleiðangursins sem er sendur til að sannreyna niðurstöður skanna drónanna, til að komast að því hvað varð um rándýr tækin og stöðva það sem er vafalaust skemmdarverk keppinauta GlenCo Shenhua.
Fate Core kerfið er opið frásagnarkerfi þar sem spilarar taka þátt í að skapa bæði heiminn og söguna með stjórnanda, og þróa einnig persónur sínar að hluta á meðan spilinu stendur. Hægt er að nálgast reglur kerfisins ókeypis hér: https://www.evilhat.com/home/fate-core-downloads/, og það má sjá notkun þess í TableTop þætti Wil Wheaton hér: https://www.youtube.com/watch?v=NOFXtAHg7vU
Fjöldi sæta: 5/5 – Jens Ívar, Óli Gneisti, Guðbjartur, Atli, Ásta Lovísa

Borð 7: Star Wars FFG — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Helgi
Lýsing: Spilarar taka sér hlutverk Jeðariddara sem staðsettir eru í Jeðamusterinu hið hriplega kvöld er Svarhöfði sveik Jeðaregluna. Getur þú komið eitthvað af visku Jeðanna undan eða jafnvel stöðvað Svarthöfða?
Fjöldi sæta: 6/6 – Ágúst, Daníel, Björn Leví, Jón V., Sindri, Hafþór

Borð 8: Askur Yggdrasils – Only available in Icelandic  — BORÐ FULLT —
Stjórnandi: Rúnar
Lýsing: Persónur leikmanna eru staddar í suðurhluta Vanaheims þar sem ævagamlar deilur hafa litað líf og tilveru íbúa ægifagurs eyjaklasa um aldaraðir. Persónurnar eru sundurleitur hópur en í alvarlegri klípu þegar ævintýrið hefst eins og kannski er við að búast og gætu þurft að reiða sig hver á aðra og til að eiga möguleika á að komast lífs af. Líkt og samfélag manna stendur í ófriði ríkir einnig togstreita meðal Ása og Vætta um svæðið og ef þeir gefa ekki upp öndina á fyrsta klukkutímanum gætu örlög leikmanna tvinnast þar saman við.
Framhald af fyrra tímabili og er þátttakendum velkomið að halda áfram eða skipta og hleypa nýjum í staðinn.
Fjöldi sæta: 6/6 – Ásþór, Þórarinn, Fannar, Eyþór, Bjarni, Hjalti

Borð 9: Star Wars D6 WEG
Stjórnandi: Birkir
Lýsing: Fyrir löngu síðan í geimþoku langt, langt í burtu…
Skelltu þér í geimgallann, kysstu uppáhalds sabacc spilin þín og vonaðu að Mátturinn sé með þér, því skip keisaraveldisins voru að birtast á skönnunum.
Fjöldi sæta: 2/6 – Karl, Víðir, Halldór

Skráning

Skráðu þig hér að neðan.

Vinsamlegast athugið, að sæti telst ekki bókað nema búið sé að greiða mótsgjald. Skráning telst aðeins gild sé búið að greiða mótsgjald. Er raðað í sæti í röð þeirra sem eru með fullgilda skráningu.

Mótsgjald er eftirfarandi:
1 tímabil: 2000 kr.
2 tímabil: +500 kr.
Allt mótið: 2500 kr.

Mótsgjald skal greiða inn á reikning 0114-05-061510, kt. 240878-3649, með nafni leikmanns sem skýringu, sé leikmaður annar en greiðandi.

 

 

What's your thoughts on this?

Follow me

Thorsteinn Mar

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.
Follow me

Latest posts by Thorsteinn Mar (see all)