Laugardaginn 29. september fer fram spilamót í félagsmiðstöðinni Öskju, Safamýri 5. Staðsetningin er framúrskarandi góð, enda verslanir og skyndibitastaðir í göngufæri. Húsið opnar kl. 11 og verður spilað eins langt fram á nótt og þörf krefur.

English extract: Roleplay Con in Askja, Safamýri 5 september 29th. The con opens at 11:00 and we’ll play as long as we need to. There will be 2 sessions with 6 tables each. Players need to book a seat at tables beforehand and the rule is, first come, first serve. The entrance fee is 2500 kr and a seat is not considered booked if the entrance fee hasn’t been paid. 
Please note that all Gamemasters speak fluent english

Mótsgjald er 2500 kr.

Spiluð verða 2 tímabil. Hið fyrra hefst kl. 11:30 og lýkur kl. 17. Seinna tímabil hefst kl. 18 og lýkur kl. 23. Húsið opnar kl. 11. Leikmenn geta bókað sæti við borð og er reglan einföld, fyrstur kemur, fyrstur fær. Sæti telst ekki bókað nema að mótsgjald hafi verið greitt (sjá neðar).

Þetta mót er sérstaklega byrjendavænt og eru þeir sem eru að feta sín fyrstu skref í spunaspilum hvattir til að mæta.

FYRRA TÍMABIL

Borð 1: Volæði í Vatnsdýpi   — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level: 5E / 3. level
Stjórnandi: Ólafur Björn
Lýsing: Koparhverfið í Vatnsdýpi er með fátækari hverfum hinnar undraverðu borgar og hefur örbrigðin aukist enn frekar með fársótt sem hefur leitt til þess að það hefur verið einangrað og er vaktað af vörðum allan sólarhringinn til að tryggja það að enginn óboðinn komist inn eða út.
Rétt hjá nýju háreistu veggjum hverfisins standa hetjurnar okkar í skugga múrsteinanna, skammt undan hrópar maður: “Bræður og systur, heyr mína bæn! Koparhverfið er í sárum og bíður eftir hjálp. Plikt þess er mikil en ekki meiri en göfugri sálu er megnug. Til þess auka hefur yngismeyin lafði Skarrbör heitið 50 platínum sólum til þeirra sem geta hjálpað að ráða niðurlögum þessarar ægilegu Koparplágu”.
Fjöldi sæta: 5/5 – Ásta Margrét, Magni Freyr, Hákon Logi, Álfgrímur, Guðjón Dunbar

Borð 2: Vandræði við Svartavatn
Útgáfa: 5E (Byrjendavænt)
Stjórnandi: Kjartan
Lýsing: Við vissum ekki hvaðan eðlufólkið kom þegar það sneri aftur. Þeim var útrýmt þegar baróninn og menn hans tóku Svartavatn og þurrkuðu mýrlendið þar um kring á yngri árum hans. Þaðan af síður vissum við hvernig gríðarstór her þeirra kom saman í vestri án þess að útverðir yrðu þess varir. Það sem við vissum var að þeir voru á leiðinni og þeir ætluðu sér að endurheimta forn heimkynni sín og drekkja landinu aftur, en nú með blóði okkar sem þar höfðum sest að.
Svartavatn er friðsæl borg og þó sumir teldu baróninn vera orðin elliæran þá sá hann að borgin myndi ekki þola umsátur, svo við fylgdum sonum hans vestur að mæta eðlunum og stöðva þær áður en það væri um seinan.
Við vissum ekki hvað beið okkar.
Spilarar taka sér hlutverk persónu í her barónsins af Svartavatni, en þar berjast karlar og konur, álfar, menn, dvergar og drýslar hlið við hlið. Stjórnandi býr til persónur.
Þá skal tekið fram að þessu borði er ætlað að vera byrjendavænt, svo spilarar sem vilja taka þátt verða ýmist nýliðar eða verða að kunna að vera hvetjandi og þolinmóðir við nýliða. Munum, þetta er leikur og það eru engar rangar ákvarðanir!
Fjöldi sæta: 4/5 – Baltasar, Dagur, Birgir, Eyþór, Ísak

Borð 3: Hrakfarir í Háloftaborg  — Hætt við borð —
Útgáfa / Level: 3.5 / 10. level
Stjórnandi: 
Viðar
Lýsing: 
Tímadjöfull hefur stolið kjarnanum úr gangverkinu sem knýr orkubúskap Háloftaborgar. En djöfullinn er kominn langt út fyrir það orkumagn sem hann ræður við. Því á flóttanum með þýfið myndast rifa í tíma og rúm sem djöfullinn sogaðist inn í. Þessir rifa ógnar nú öllu lífi á jörðinni um alla framtíð, nútíð og fortíð. Öldungar Háloftaborgar telja að eina ráðið til að loka rifunni sé að fara á eftir tímadjöflinum þar sem hann er á flakki um rifuna og ná kjarnanum úr höndum hans. Tímadjöflar eru vondir í skapi og láta sjaldan sjá sig þegar þeir hlaupa eftir fjórðu víddinni. Aðeins snjöllustu hetjur munu geta náð þeim þar sem þeir eru á heimavelli. Þess vegna er leitað til 5 bestu skólanna í Háloftaborg að senda hver sinn fulltrúa til að fara af stað með litlum fyrirvara.
Fjöldi sæta:
2/6 – Þorkell, Ísak

Borð 4: Illi drekinn   
Útgáfa / Level: 5e / Commoners (Byrjendavænt)
Stjórnandi: Örvar
Lýsing: Hetjurnar fóru að berjast við illa drekann. Þær hafa því miður ekki komið til baka og ekkert hefur frést af þeim. Og núna eru dríslar byrjaðir að herja á bæinn. Hvað gera bændur, smiðir og aðrir þorpsbúar þá? Spilarar munu spila persónur sem eru ekki ennþá orðnar að hetjum (og munu kannski ekki allar verða hetjur) í baráttu um að verja þorpið sitt.
Fjöldi sæta: 4/5 –  Magnea, Sindri, Finnbogi Jökull, Valur

Borð 5: The Wicked Cauldron   — BORÐ FULLT —
Útgáfa: 5e
Stjórnandi: Arnfríður
Lýsing:Your last mission was a major success and you are in high morale. You were on your way home when you encountered a person running for their life. His clothes are ragged and dirty, claiming to have escaped from an evil Witch Queen that aims to bring back an old god back into this world. He begs for you to help him save his family and offers you great riches in the form of silk.
Fjöldi sæta: 5/5 – Páll, Guðfinnur, Sigurður Daði, Matthías Andri, Kolbeinn

Borð 6: Illindi í Ormpetarr – Stjórnendakennsla
Útgáfa / Level: 5E / 2. level
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Lýsing: Fátt er meira rætt í Ormpetarr en uppgangur hins nýja þjófagildis, Járnrottanna. Þegar eiginkona Hiliars U’Lar, skraddara, er numin á brott er kominn tími á að grípa í taumana.
Þessi spilastund er hugsuð fyrir tilvonandi stjórnendur og þá sem vilja gjarnan læra að verða betri í faginu. Á meðan spilun stendur verður rætt um ólíkar aðferðir við stjórnun, spjallað um hvernig hægt er að koma sögu á framfæri og skapa góða stemmingu. Þorsteinn hefur verið stjórnandi í um 25 ár.
Fjöldi sæta: 6/6 – María Eldey, Arnar, Víðir, Karl, Rikki, Jökull, Þorkell

Borð 7: The Dead Prince   — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level
: 5e / 1. level
Stjórnandi: Helga Sigríður
Lýsing: The local prince has been killed and the king wants retribution. Politics is getting in the way however so he’s hired a bunch of “adventurers” to deal with it for him.
Fjöldi sæta: 5/5 – Hrafn, Birgir, Gunnhildur, Kolbeinn, Freyr

Seinna tímabil

Borð 1: AD&D – Skuggar í Þröskuldum
Útgáfa / Level: AD&D / 2. level
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Lýsing: Gamla “góða” AD&D! Hressandi einhleypa þar sem við rifjum upp af hverju Death Saves, Thac0 og allt hitt sem við sættum okkur við var svona skemmtilegt. Hetjurnar þurfa að takast á við nokkra fauta í þorpinu Þröskuldum, sem hafa verið að gera þorpsbúum lífið leitt.
Fjöldi sæta: 5/6 – Magni Freyr, Dagur, Víðir, Karl, Guðjón Dunbar

Borð 2: Nottur   — BORÐ FULLT —
Útgáfa
: 5e
Stjórnandi: Helga Sigríður
Lýsing: Nottur City hefur ekki haft samband við umheiminn í mörg hundruð ár. Hvað gerist þegar utanaðkomandi ranger slysast inn?
Fjöldi sæta: 5/5 – Örvar, Birgir, Eyþór, Valur, Sigurður

Borð 3: The Atropal  — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level: 5E / 20. level
Stjórnandi: Guðmundur
Lýsing:In the wake of the destruction of the Soulmonger, some Thayan wizards sought to collect the fragments of the Atropal scattered all over Chult in order to unlock the Iron Door beneath the Peaks of Flame and open the way for the Eater of the World. You must find your way through the maze of Ubtao and stop them, or it will be the end of all things.
Fjöldi sæta: 5/5 – Björn Leví, Þorkell, Rikki, Sindri, Páll

Borð 4: Gems and Crows  — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level:
5E / 5th level
Stjórnandi: Arnfríður
Lýsing: You are sitting at the local tavern enjoying a good meal when farmers come in laughing and seeming in good spirit. They are loud and talk about finding gems around the necks of a few crows. Saying that finally that druid in that tower finally proved to be useful. Who knows, perhaps that druid has even more treasure in his tower.
Fjöldi sæta: 5/5 – Jökull, Guðfinnur, Matthías Andri, Kolbeinn, Sigþór

Borð 5: Crifoth  — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level: 5E / 5. level
Stjórnandi: Jens Fannar
Lýsing: Í eyðilendum Crifoth hefur hópur fólks sem tekið hefur saman meira til að auklífslýkur sínar en út af vinnskap komist yfir upplýsingar yfir leynilegt vatnsból sem er það verðmætasta sem fólk finnur í heimi sem var lagður í rúst af  herskörum heljar og bakaður af tveimur sólum. Mun notast við Crifoth campaign heiminn sem notar öðruvísi race og hit point reglur en eru venjulega í 5th ed D&D.
Fjöldi sæta: 6/6 – Hákon Logi, Álfgrímur, Ísak, Atli, Freyr, Sindri

Borð 6: Gistihúsið   — BORÐ FULLT —
Útgáfa / Level: 5e / 4. level
Stjórnandi: Björn
Lýsing: Hópurinn er búinn með skuggalega svaðilför í fenjum og kominn í bæinn aftur. Þið eruð komin með góðan orðspor sem fólk sem gengur til verks og leysir vandamál. Viku seinna er enn vond fenjalykt af búnaðinum ykkar. En fulltrúi viðskiptamanns er búinn að hafa samband við hópinn og það þarf að leysa vandamál í frægu baðhúsi og gistiheimili við háhitasvæði nálægt dvergaborg. Sú sem rekur staðinn er hætt að senda gróða til borgarinnar og það eru fregnir af því að gestir séu að hverfa. Einn starfsmaður sendi bréf fyrir nokkru um undarlegar  mannaferðir. Það sem gerir málið enn verra, og krefjandi, er að hertoginn mun stoppa við þarna þegar hann kemur úr opinberri heimsókn og dvergaborginni til að þvo af sér sót og ryk úr námunum. Hertoginn kemur eftir 2 vikur en þá þarf að athuga staðinn fyrir það. Orðspor viðskiptamannsins er í húfi, hann er tilbúinn til að borga vel og þið lyktið enn eins og rotið fen.
Fjöldi sæta: 5/5 – Ásta Margrét, Ólafur Björn, María Eldey, Magnea, Arnar

Skráning

Skráðu þig hér að neðan.

Vinsamlegast athugið, að sæti telst ekki bókað nema búið sé að greiða mótsgjald.

Skráning telst aðeins gild sé búið að greiða mótsgjald. Er raðað í sæti í röð þeirra sem eru með fullgilda skráningu.

Mótsgjald er 2500 kr.

Mótsgjald skal greiða inn á reikning 0114-05-061510, kt. 240878-3649, með nafni leikmanns sem skýringu, sé leikmaður annar en greiðandi.

Follow me

Thorsteinn Mar

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.
Follow me

Latest posts by Thorsteinn Mar (see all)